146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:35]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil alveg hvert hv. þingmaður er að fara, sérstaklega þar sem ég hlustaði á ræðu hv. þingmanns um að það þurfi að fara í skattinnheimtu til að fjármagna. Ég get ekki sagt að það sé góð eða slæm hugmynd. En mér finnst rangt að farið að horfa svona grunnt á það. Það er ekki í eðli mínu að sjá hlutina á þennan hátt. Mér finnst að við verðum að grípa til aðgerða þar sem við lítum til lengri tíma. Ef við erum alltaf að reyna að plástra ástandið og laga brotið kerfi og ónýta fjármálaáætlun með einhverjum bótum á því held ég að það eigi aldrei eftir að þjóna okkur til lengri tíma. Við verðum núna að ákveða að skoða þetta upp á nýtt. Það er í raun eina svarið. Hvaða leið er best að fara? Ég veit það ekki. Það á eftir að fara í þá skoðun með þetta að leiðarljósi.