146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:01]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður spyr um muninn á sköttum og gjöldum. Skattar eru lagðir á tekjur manna og neyslu í ákveðnu hlutfalli eftir ákveðinni prósentu, en gjöld eru lögð á — venjulega bara eitt gjald, eins og t.d. ef hv. þingmaður keyrir í gegnum Hvalfjarðargöngin borgar hún ákveðna upphæð fyrir þá þjónustu. Það er bara hluti af því sem viðkomandi greiðir til að geta nýtt þá þjónustu. Ég get ekki útskýrt það betur fyrir hv. þingmanni.