146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:03]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir þetta andsvar, hv. þingmaður. Auðvitað er hægt að byggja upp samfélag þar sem við erum fyrst og fremst að greiða skatta. (Gripið fram í: Til hvers?) Væntanlega til þess að fjármagna einhverja samneyslu. En það sem greinir þarna á milli er að þeir sem nota sannarlega einhverja tiltekna þjónustu greiða fyrir hana meðan þeir sem ekki nota einhverja tiltekna þjónustu greiða ekki fyrir hana. Við getum tekið hvað sem er í samfélaginu og sett það undir skattaþakið, alveg sama hvað það er. En ég er ansi hrædd um að ef við ætlum að byggja upp þannig samfélag myndi nú verða landflótti héðan. Þá værum við alveg pottþétt komin með 80% skatta.