146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:06]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í tilefni af orðum hv. þingmanns hér í lokin vil ég benda á að umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti ný lög um farm- og farþegaflutninga þar sem sérstaklega var lögð áhersla á vægi almenningssamgangna og því beint sérstaklega til ráðherra að vinna að því að auka veg þeirra á næstu árum. Það þýðir að leggja þarf fjármagn í þær. Það felur í sér bæði samgöngur úti um landið og t.d. borgarlínuna. Ég held ég sé nógu skýr í því efni.