146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Niðurstaðan kom mér líka á óvart eftir að hafa lesið þetta. Þetta var svona eins og að lesa ræðu eftir fyrrverandi forseta lýðveldisins. Það var slegið í og úr. [Hlátur í þingsal.] En hv. þm. Haraldur Benediktsson sagði áðan að umdeildasta atriði þessarar fjármálaáætlunar væri hækkun á virðisauka. Það er vissulega umdeilt. En tekur hv. þingmaður undir það með mér að komið hafi ábendingar úr heilbrigðisgeiranum, frá skólasamfélaginu, og að byggðir landsins hafi bent á að vegir væru að grotna niður? Eða er það eitthvað sem ég hef ekki skynjað rétt?