146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:06]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur fyrir ræðuna. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukning til heilbrigðismála eigi að vera 23%. Jafnframt kemur fram, þegar maður skoðar umrædda ríkisfjármálaáætlun, að þar er rekstrarkostnaði og stofnkostnaði blandað saman. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi ekki áhyggjur af því eins og ég að við mætum ekki þeirri þörf sem til staðar er í uppbyggingu innviða í heilbrigðismálum og hvort hún hafi ekki áhyggjur af að þessum þáttum sé blandað saman. Ég spyr líka hvort hún sé ekki sammála mér um að þetta gefi afar skakka mynd af stöðu mála og því sem verið er að leggja inn í málaflokkinn.