146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég á hér í orðaskiptum við Framsóknarþingmann og langar því að vitna í fjármálaáætlun 2017–2021, með leyfi forseta:

„Á sama tíma er gert ráð fyrir að fram komi umtalsverður rekstrarsparnaður í framhaldsskólakerfinu vegna styttingar námstíma úr fjórum árum í þrjú. Áætlunin gerir ráð fyrir að allur sá sparnaður sem muni falla til vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhaldsskólastigið enn frekar.“

Er það ekki réttur skilningur minn að þegar komist var að þessari niðurstöðu hafi þetta verið forsenda þess að framhaldsskólarnir fengust til að vera með? Nú hafa hæstv. menntamálaráðherra og stjórnarþingmenn talað um að vegna gífurlegrar forgangsröðunar í þágu heilbrigðisþjónustu hafi þurft að víkja frá þessu. Sér þessarar forgangsröðunar stað í fjármálaáætlun?