146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:45]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður talaði um það í ræðunni að í raun vantaði fleiri hjúkrunarrými. Það væri raunar misræmi í áætluninni en jafnvel þó að hærri talan væri notuð vantaði meira en það. Svo er það hinn blákaldi veruleiki að hjúkrunarheimili eru rekin hér í landinu sem eru vanfjármögnuð upp á marga milljarða króna. Er eitthvað í áætluninni sem bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að sýna þá sanngirni að láta ekki sveitarfélög bera þann kostnað sem þau þurfa þá að taka af annarri þjónustu sem þau veita bæjarbúum?