146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:46]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er rétt sem kemur fram í spurningu hans að stefnt er að því í ríkisfjármálaáætlun að fjölga hjúkrunarrýmum og að misræmi er á milli blaðsíðu 68 og 306; það munar nokkrum hjúkrunarrýmum. (Gripið fram í.) — Já, akkúrat, 31.

Varðandi vanfjármögnuð dvalarheimili og hjúkrunarheimili kemur fram í ríkisfjármálaáætlun að unnið verði að því að fjölga hjúkrunarrýmum en ég sé þess ekki fastan stað hvernig fara eigi að því eða hver forgangsröðunin sé. Ég er því hrædd um að áfram verði töluverður vandi hvað varðar rekstrarkostnað þessara heimila.