146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:55]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni seinna andsvarið. Ég er mjög hrædd um það einmitt eins og hv. þingmaður segir hér. Gengið er afar sterkt núna. Það er ólíklegt að það haldist þannig næstu fimm árin. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum sem veikir þann grunn sem ríkisfjármálaáætlunin byggir á. Síðan kemur fram í umsögn frá Sjúkrahúsinu á Akureyri að þegar þeir hafa reynt að greina þessa stöðu og þegar búið er að draga frá allan stofnkostnað og launakostnað og ýmis verkefni sem nú þegar eru í gangi, sé eingöngu 338 milljóna króna aukning á fimm ára tímabili til sjúkrahúsþjónustu. Það dugar engan veginn fyrir því sem talað var um í aðdraganda kosninga, um að byggja upp heilbrigðiskerfið, auka aðstöðu starfsfólks og sjúklinga, bæta aðgengi að lyfjum — það bara dugar engan veginn til þess. Þess vegna legg ég til að þessari ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði hafnað.