146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:30]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við sátum með Samfylkingu, Vinstri grænum og fleirum í fjárlaganefnd fyrir áramót og tókst að redda heilbrigðiskerfinu þannig að það myndi ekki verða rekið með halla eða þurfa niðurskurð á þessu ári. Nú sjáum við að í fjármálaáætlun er sett 8,8% hækkun út tímabilið. Samkvæmt sömu fjármálaáætlun er gert ráð fyrir 9,1% hækkun á launum. Afleiðingin af því er frekar augljós, annaðhvort launalækkanir eða fækkun starfsfólks innan sjúkrahúsþjónustunnar. Það sama á þá við um háskólastigið þar sem er 7,7% hækkun, sem dugar ekki upp í launahækkanir, bara þann part. Hvað sér hv. þingmaður sér fyrir sér að sé markmiðið samkvæmt fjármálaáætlun?