146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:36]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það má eflaust hugsa sér það. Þegar ég nefndi lækkun tryggingagjalds á þessum tímapunkti var það einungis í samhengi við að ríkisstjórnin er að missa marga milljarða vegna þess að hún ætlar að lækka virðisaukaskatt um 1,5%. Ég meinti að ef menn eru svona illa haldnir af einhverju „skattalækkunar-fetish“ væri nær að lækka þá tryggingagjaldið sem eflir lítil meðalstór fyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, en ég var alls ekki að leggja það til sem sjálfstæða tillögu. En hitt má skoða.