146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:40]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er kannski bjarnargreiði að ætla að biðja um yfirferð um jafn víðfeðman málaflokk á ekki lengri tíma en okkur gefst hér, en mig langar samt að halda aðeins áfram að spyrja um þetta efni. Mér finnst það mjöge áhugavert. Hv. þingmaður kom inn á marga mjög mikilvæga þætti í löggæslustörfum í sinni ágætu ræðu. Hún nefndi mjög mikilvæg verkefni, jafnvel ný verkefni og nýjar leiðir sem verið væri að þróa og prófa sig áfram með sem gefið hefðu góða raun. Telur hv. þingmaður að það sé einhverjum vafa undirorpið að hægt verði að halda áfram með margt af því góða starfi sem unnið hefur verið, einfaldlega sökum þess að fjármunir muni ekki finnast í það? Að það muni hafa bein áhrif inn í þessa starfsemi?