146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:47]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil hvetja hv. þingmann til að gera nú ekki of miklar kröfur til stjórnarflokkanna. Fram kom í umræðum í þinginu að menn ættu ekki að taka loforð of alvarlega heldur væru þetta meira kosningaáherslur, væntanlega til að hvetja kjósendur til að kjósa þá, en þau væru hins vegar meira til viðmiðunar þegar kæmi að því að stjórna landinu. Gott dæmi um það er virðisaukaskattsbreytingin, sem kom mjög mörgum á óvart. Væntanlega hluta af stjórnarliðum líka. Þeir virðast ekki hafa munað eftir því að tala mikið um það í kosningabaráttunni.

Ég get svo sem ekki miklu við þetta bætt öðru en því að það væri kannski betra að gera eins og við Framsóknarmenn höfum verið þekkt fyrir; við kannski lofum ekki mörgu, það geta að vísu verið stór loforð sem við gefum en við gerum síðan okkar besta til að standa við þau.