146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:59]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Ég ætla að leyfa mér að leggja fram tvær spurningar í þetta sinnið, vonandi næ ég því. Annars vegar vil ég spyrja hann út í fjármögnun til umhverfismála, fyrst við erum dottnir í þann gír — ég ætlaði reyndar að fara allt annað en það skiptir ekki öllu máli. Samkvæmt því plaggi sem við ræðum nú munu framlög til umhverfismála fara lækkandi strax eftir árið 2018 og lækka á árinu 2018 og 2019 en fara síðan örlítið hækkandi á árunum 2021–2022. Þar má kannski segja að menn séu að lofa svolítið upp í ermina á sér því að þessi stjórn verður eflaust farin frá völdum þegar það verður. (Gripið fram í: Það skulum við vona.) Það skulum við vona. Ég læt þetta nægja í bili.