146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:04]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þér fyrir svarið, hv. þingmaður. Ég ætla aðeins að fara inn á heilbrigðisþjónustukaflann og velferðarmálin. Fram kemur í ríkisfjármálaáætlun að aukning í sjúkrahúsþjónustu sé 23%, en inni í þeirri tölu er bygging á nýjum Landspítala. Samt hefur komið fram í hv. velferðarnefnd að það vanti 12–13 milljarða til að klára nýbygginguna og 7 milljarða til að klára endurbætur á gömlum spítala. Í raun er raunaukningin eingöngu 338 milljónir til allrar sjúkrahúsþjónustu í landinu. Getur hv. þingmaður tekið undir orð mín og þá tilfinningu að erfitt sé að sjá það sem talað var um, að bæta eigi aðbúnað sjúklinga og starfsfólks og tækjakost og ýmislegt annað þegar upphæðirnar eru ekki hærri en raun ber vitni? Er þetta ekki algjör brestur á því sem var talað um fyrir kosningar?