146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:14]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil vel að það sé erfitt að svara þessari spurningu minni enda er ég búinn að liggja svolítið yfir þessu sjálfur og hef ekki enn fundið neitt svar um einmitt þetta atriði. Ég hef ekki getað fundið neinn stað, það vantar svo mikið einhvers konar heildarlínu yfir gallana. Gallarnir eru svo margir og svo fjölbreyttir að ég hef ekki vitað nákvæmlega hvar ég ætti að byrja. Það mætti kannski spyrja í því samhengi: Hvernig ættum við að bera okkur að? Er ekki einhver leið til að nálgast þetta á skynsamlegri hátt? Ég gæti alveg séð fyrir mér að hægt væri, eins og hv. þingmaður segir, að hafa einhvers konar samanburð, aðgreina gögnin á eðlilegan hátt. En það vantar svo mikið upp á að heildstæðri aðferðafræði sé fylgt.