146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:48]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Menn geta auðvitað haft ýmsan mælikvarða þegar kemur að útgjöldum ríkisins og sá er kannski algengastur að miða við hlutfall af landsframleiðslu. Ég hygg þó að ekki sé alveg víst að það sé sá skynsamlegasti. Þegar við erum að meta aðhaldsstig í opinberum fjármálum og sérstaklega ríkisins tel ég ekki heldur skynsamlegt að miða við verga landsframleiðslu. Ég hygg að fjármálaráð hafi rétt fyrir sér í sínum ábendingum þegar það telur að hagsveifluréttur frumjöfnuður sé betri mælikvarði. Það er ein af ástæðum (Forseti hringir.) þess að ég held líka, fyrir utan það sem ég sagði varðandi vinnubrögðin og hvernig við þurfum að (Forseti hringir.) tryggja að þingið hafi möguleika á því að (Forseti hringir.) fjalla um þessi mál, þá þurfum við líka að fara að endurskoða lögin um opinber fjármál.

(Forseti (NicM): Forseti er farinn að velta fyrir sér hvort hann þurfi að beita hörku. [Þingmenn hlæja.] Vinsamlegast virðið ræðutíma.)