146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:55]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Einskiptisaðgerðir. Maður selur ekki eignir hjá flugstöðinni mörgum sinnum. Ég skil það þannig í fjármálaáætlun/fjármálastefnu að ágóðinn fyrir þær eignir sem ríkið á sem seldar eru eigi að fara í niðurgreiðslu skulda. Er það ekki rétt? Er kannski búið að kokka það upp eins og allt annað í þessari fjármálaáætlun að það stendur ekki steinn yfir steini? Fyrir liggur að fjárfestingarþörf í viðhaldi vega er 60 milljarðar. (Gripið fram í: Meira.) Nýfjárfestingarþörf næstu árin er 500 milljarðar. Þetta eru upphæðir sem koma frá vegamálastjóra og þeim sem þekkja þetta best. Ef miðað er við að það hafi verið fjárfesting upp á 1,5% af landsframleiðslu til vegamála (Forseti hringir.) þá hefur sú fjárfesting verið 1% síðustu árin, (Forseti hringir.) svo það er mikil uppsöfnuð þörf. (Forseti hringir.) Hvað ætlar hæstv. ríkisstjórn (Forseti hringir.) að selja? (Forseti hringir.) Hvað verður næst? (Forseti hringir.) Selja bara allt undan okkur hér vegna þess að það má ekki skattleggja auðmagnið í landinu? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)