146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:57]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er að verða skemmtilegt. Ég vil bara benda á eitt. Í umfjöllun fyrir fjárlaganefnd kom fram gagnrýni hjá fjárlagaráði á þá ákvörðun sem er í fjármálastefnu að tekjum af sölu eigna skuli eingöngu ráðstafað til niðurgreiðslu skulda. Ég tek undir þá gagnrýni. Ég hygg að það geti verið skynsamlegt að umbreyta eignum ríkisins, m.a. flugstöðinni. Við getum farið yfir einhverjar aðrar og nýtt þær með öðrum hætti til sameiginlegra þarfa okkar (Gripið fram í.) þannig að þær nýtist okkur betur, þjóni okkur betur. Ágreiningurinn snýst um það (Forseti hringir.) hvernig við viljum nýta sameiginlega fjármuni. (Forseti hringir.) Ég vil umbreyta þeim í vegi, brýr, (Forseti hringir.) hafnir og jafnvel flugvelli (Gripið fram í.) m.a. úti á landi. (Forseti hringir.) Þið eruð viðkvæm fyrir þessu. [Háreysti í þingsal.]