146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:17]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Vissulega er alltaf mikilvægt að þingið fái eins ítarlegar upplýsingar og það getur um hvernig ríkisstjórnin, og stjórnarmeirihlutinn, hyggist framkvæmda þau verkefni sem hún lofar, stundum jafnvel upp í ermina á sér.

Hvað greiðsluþátttökukerfið varðar verð ég að viðurkenna að þar hef ég ekki sett mig nógu vel inn í til að ræða þau mál með neinum ítarlegum hætti. Það væri ráð að ræða þau mjög vel við hv. þm. Halldóru Mogensen sem hefur verið okkur innan handar með þau mál. En þetta er að sjálfsögðu, eins og ég kom inn á áðan, leiðarstef í að það vantar alltaf allar upplýsingar gagnvart okkur, gagnvart því hvað það er sem við eigum nú að vera að samþykkja í þetta skiptið. Alltaf eigum við að bíða þegar við köllum eftir meiri upplýsingum eða þá að það á að flýta málum í gegn án þess að við fáum þær. Það er orðið svolítið þreytt. Ég vil taka undir með hv. þingmanni að auðvitað ættum við þingmenn sem höfum sérstaklega ríka skyldu til að afla upplýsinga og vera upplýst og höfum sérlega rík réttindi til að fá þær (Forseti hringir.) að sækjast eftir þeim eins og við mögulega getum.