146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:18]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það kemur einnig fram í ríkisfjármálaáætlun að nú sé aðhaldskrafan 1,5% í staðinn fyrir 1% á síðasta kjörtímabili. Þetta þýðir um 10–12 milljörðum minna til innviðauppbyggingar. Ég spyr hvort hún hafi ekki heyrt alla flokka tala um mikilvægi innviðauppbyggingar í aðdraganda kosninga og sé ekki sammála mér að ekki sé að sjá merki um þessa miklu innviðauppbyggingu sem talað var um, og hvort hér sé ekki hreinlega um ákveðin kosningasvik að ræða. Til dæmis töluðu margir um að auka ætti aðbúnað hjá sjúklingum og starfsfólki á Landspítala en í umsögnum þeirra aðila sem koma að því er lítil sem engin raunaukning á tímabilinu. Er þetta ekki bara tilefni til að hafna þessari ríkisfjármálaáætlun sem við ræðum hér og nú?