146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:58]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þessa ágætu ræðu. Ég tek það fram að hæstv. fjármálaráðherra hefur verið mjög iðinn við að sitja hér og hlusta á umræður almennt, en það truflaði mig að hér var enginn hv. þingmaður stjórnarmeirihlutans í salnum undir ræðu hv. þingmanns. Það tengist því beint sem hv. þingmaður kom að í ræðu sinni sem varðar það að þessi stefnumótun er til fimm ára. Hér á löggjafarvaldið að eiga samtal um það hvernig við ætlum að skipuleggja þessi mál til lengri tíma. Hv. þingmaður nefndi það hér að hann ætti hins vegar ekki von á því í ljósi þess að stjórnarmeirihlutinn tæki ekki mikinn þátt í umræðunni, sem sést berlega á því að hér var ekki nokkur maður undir ræðu hv. þingmanns nema þingmenn minni hlutans. Þá mun þetta líklega ekki hafa mikil áhrif á umræður hér um fjárlög í haust. Ég spyr: Öll (Forseti hringir.) þessi nýja umgjörð um opinber fjármál — erum við ekki hreinlega (Forseti hringir.) að klúðra innleiðingunni á þessum lögum, í því hvernig við ætlum að taka hér umræðu (Forseti hringir.) um stefnuna, í ljósi þess sem ég nefni hér?