146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:04]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ferlið við fjármálaáætlun átti að vera til þess að minnka vinnuna í kringum fjárlög, að mikið af umræðunni væri búin. En miðað við áætlunina og skort á gögnum og upplýsingar sem við höfum þá verður umræðan um fjárlög bara aftur nákvæmlega eins og hún var, því að þá fáum við loksins upplýsingarnar. En eins og hv. þingmaður nefnir geta stjórnarmennirnir raunar ekki svarað neinu heldur, af því að þeir eru ekki heldur með upplýsingarnar. Þetta er dálítið áhugavert. Við í stjórnarandstöðunni verðum hins vegar að taka þessa áætlun alvarlega, þetta er alvarlegt mál. Fjármálaráð verður líka að taka áætlunina alvarlega.

Við erum að vinna vinnuna okkar hérna sem aðhald við framkvæmdarvaldið, en þeim er greinilega ekki alvara á bak við þetta því að upplýsingar vantar til þess að þeir geti upplýst okkur um hvað þetta snýst. Er þá ekki eina lausnin að vísa þessu plaggi frá eða hafna því og fá bara nýja áætlun á sumarþingi?