146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:16]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Já, ég get ekki annað en tekið undir þá gagnrýni sem fram hefur komið um að hv. þingmenn meiri hlutans séu ekki í þingsal að hlusta á það sem við hér, sem erum með ábendingar um hvað betur megi fara varðandi ríkisfjármálaáætlun, höfum um málið að segja. Hvernig eigum við að lagfæra það plagg sem við ræðum hér ef ekki er hlustað á okkur? Finnst hv. þingmönnum meiri hlutans þetta plagg ekki skipta máli? Svo virðist miðað við þátttöku þeirra í þessum umræðum. Eða eru þeir bara hræddir um að stólastjórnin, sem skipuð var um ráðherrastóla en ekki utan um málefnin, falli?