146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:31]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Fyrir margt löngu las ég greinarkorn, eftirmæli um látinn mann, sem hafði ekki bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann var utangarðsmaður og átti sér fáa viðhlæjendur og vini, enda var fámennt í kirkjunni þegar útförin fór fram. Sá sem hélt á stílvopninu í þetta skiptið hafði orð á því að það hefði svo sem ekki gert mikið til því að hljómburðurinn væri bestur í tómum kirkjum.

Ég er ekki á því að hljómburðurinn í tómum þingsal sé bestur. Ég held að hér væri talsvert miklu betri hljómburður ef hér væri þétt setinn bekkurinn, líka af stjórnarliðum. Ég óska þess að þeir komi hingað á staðinn. (Gripið fram í.)