146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:48]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við erum hér á öðrum degi að ræða fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi umræða hefur verið mjög góð að mínu viti. Ég held að ástæðan sé sú að hv. þingmenn eru mjög vel undirbúnir fyrir hana vegna þess að allir flokkar voru með umsagnir fyrir hverja einustu nefnd. Það er heilmikil þekking. Menn draga álitamálin fram af kunnáttu og viti. Það eina sem vantar er samtalið við stjórnarliðana sem eru einmitt þeir hv. þingmenn sem styðja ríkisstjórnina og ætla sér að samþykkja málið en koma með nefndarálit sem segja að þeir séu í rauninni ekki sammála málinu. Þeir koma hins vegar ekki með breytingartillögur. Við þurfum að fá fram hvað er að gerast í þessari ríkisstjórn, herra forseti. Er kannski bara komið nóg? (Forseti hringir.) Eigum við að hætta þessum leik?