146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:54]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé síðara andsvarið. Það þarf að minnsta kosti 10–12 milljarða til að vinna upp viðhaldsþörfina á vegakerfinu samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þá er ég bara að tala um uppsafnaða viðhaldsþörf. Þá erum við ekki einu sinni farnir að ræða um nýframkvæmdir, sem eru brýnar, enda hefur það verið svo að þessi hefð, ég held að það hafi ekki verið regla heldur hefð, að veita 1,5% af vergri landsframleiðslu til vegamála hafi nú verið rofin allsnarlega. Þess vegna erum við á þeim stað þar sem við erum. (Forseti hringir.) Kannski ættum við að gera eins og stungið hefur verið upp á með Landspítalann, að setja einhvers konar yfirstjórn yfir vegamálin. Það væri kannski bara snjallt.