146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:59]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið og verð að segja að það er afar dapurlegt að heyra að ekki eigi að ýta undir þetta mikilvæga nám nema með þeim hætti sem við höfum orðið vör við í fréttum undanfarið.

Við höfum auðvitað öll orðið vör við það ósamræmi sem er á milli málflutnings stjórnarþingmanna um gjöld á ferðamannaiðnaðinn. Þau hafa talað þvers og kruss í því efni. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað honum finnist um þá tillögu sem við Framsóknarmenn höfum lagt fram um komugjöld og að þau verði lægri t.d. á landsbyggðinni sem hvati fyrir flugfélög til að lenda jafnvel á Akureyri eða Egilsstöðum og hvort hann sé hlynntur hlutfallslegu gistináttagjaldi í stað fastrar tölu til að koma til móts við fólk sem gistir á ódýrari stöðum, þannig að maður þurfi ekki að borga það sama og ef maður fer á lúxushótel í Reykjavík.