146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:00]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur hið síðara andsvar. Það er alveg ljóst að eðlilegt væri að gistináttagjald væri hlutfallsgjald en ekki föst krónutala, bara svo það sé sagt. Ég get ekki séð að það sé eðlilegt að borga sömu upphæð á farfuglaheimili og borguð er á fínasta hóteli landsins.

Ég hef ekki svar við því hvort rétt væri að taka upp komugjald. Ég held að vissulega mætti skoða það ef slíkt samræmist alþjóðlegum skuldbindingum okkar Íslendinga. En svo mikið er víst að hvað sem gert er þarf með einhverju móti að leita leiða til þess að dreifa ferðamannastraumi (Forseti hringir.) sem hingað kemur betur út um allt land og styrkja sveitarfélögin í að taka á móti honum.