146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins áfram um þessa breytingartillögu sem fram er komin og ég verð líka að segja að það olli mér nokkrum vonbrigðum metnaðarleysi Pírata í umfjöllun um fjármálaáætlunina, að þeir skuli einungis standa hér og gagnrýna en gera ekki tilraun til að koma fram með málefnalegar breytingar, heldur koma bara með beina frávísunartillögu eins og þeir gera. Mig langar að heyra hjá þingmanninum rökstuðninginn á bak við það.

Í öðru lagi: Styður þingmaðurinn eða getur hugsað sér að styðja breytingartillögu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um að hækka skatta á áætlunartímabilinu um 4 milljónir á hvert heimili?