146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:24]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru ágætisspurningar frá frænda mínum Njáli Trausta Friðbertssyni. En ég tel að það sé ekki sama hvar við tökum tekjurnar. Í dag er það þannig að mestu fjármunir í eignum í landinu eru hjá um 10–20% stórfyrirtækja eða einstaklinga. Sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og arðinum af þeim er ekki rétt skipt. Það er hægt að jafna innan lands, auka jöfnuð, með því að taka í gegnum skattkerfið fjármuni frá þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa fulla burði til að leggja meira til samfélagsins og jafna því með þrepaskiptu skattkerfi. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt (Forseti hringir.) launafólk eða millitekjufólk. Ég tel að hagkerfið og samfélagið þoli þessar skattahækkanir sem við erum að tala um.