146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:50]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Óla Birni Kárasyni fyrir fyrirspurnina. Það er rétt, við í Samfylkingunni höfum lagt fram sundurliðaða áætlun sem hann hefur kynnt sér. Það er ánægjulegt og gott. Við leggjum til ýmiss konar tilfærslur á tekjum og tekjuauka. Við horfum til þess að sækja tekjur í sameiginlegar auðlindir. Við leggjum til auknar tekjur vegna sérstakra skatta, hátekjuskatta. Það eru fleiri atriði sem við leggjum til að komi inn í áföngum, sem er kannski heldur langt mál að tala um nú, en ég held að það skýri sig töluvert vel í því yfirliti sem við höfum sent frá okkur.