146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:02]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Á undanförnum árum síðustu áratuga, eða einum og hálfum, hefur það verið stefna stjórnvalda að fækka stjórnum og gera boðleiðir milli stjórnenda í hinu opinbera kerfi, stofnanakerfi, skilvirkara og gera stjórnendur ábyrgari í sínum störfum. Það hefur verið stefna stjórnvalda til þessa að fækka stjórnum frekar en að fjölga þeim. Hvað varðar Landspítalann og stjórn þar, Landspítalinn er náttúrlega einstök stofnun í landinu, stór og mikil, og mikil orka fer í það að eiga samskipti við ráðuneyti og það sem kynnt hefur verið að þessu leyti hefur það verið hugsað fyrst og fremst sem fagleg stjórn, eftir því sem mér hefur skilist, til stuðnings (Forseti hringir.) forstjóra. En stefna (Forseti hringir.) stjórnvalda hefur verið þessi að fækka stjórnum en ekki fjölga þeim.