146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:07]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú er kominn einn og hálfur áratugur síðan menn og menn fóru að vinna að því að kaupa sameiginlega lyf á öllum Norðurlöndum. Við erum ekki komin ýkja langt, en það þokast í áttina samkvæmt því sem hæstv. ráðherra og ráðuneytið hefur upplýst okkur um á velferðarnefndarfundum. Þetta er rakin leið. Tekin hafa verið dæmi um að stofnanir hafi sparað allt að 70% á verði lyfja með þessum sameiginlegu innkaupum. Það eru miklir peningar í litlu landi þar sem mikil ásókn er eftir nýjustu lyfjunum. Við það búum við hér. Vonandi tekst okkur með þessu að greiða götu nýrra lyfja.