146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:45]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að kvarta eilítið yfir andsvaravali virðulegs forseta. Ég sit hérna aftast og er með ágætisútsýni yfir það þegar fólk fyrir framan mig biður um andsvar. Ég var töluvert á undan nokkrum þingmönnum sem sitja fyrir framan mig að biðja um andsvar. Mér finnst líka áhugavert að spyrja virðulegan forseta hvenær maður geti byrjað að biðja um andsvar, því að hér var beðið um andsvar áður en hv. þingmaður var kominn í ræðustól.