146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:46]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna um áætlun um að koma til móts við Landspítalann og hvort gera þurfi betur. Jú, við þurfum að gera betur en við þurfum að gera þetta saman. Ég skal bara tala hér af hreinskilni um mína upplifun af fundum með Landspítala.

Einhvern veginn er Landspítali í vörn og mín upplifun er að hann sé í baráttustöðu svona: „He said/she said“ — fyrirgefðu að ég skuli sletta, virðulegi forseti. Það vantar meira, við erum að gera meira. Þetta er mjög erfitt. Það þarf einhver að stíga inn og koma þessu saman, skilgreina þetta betur svo það gagnist.

Nú er ég að renna út á tíma. Ég tala um McKinsey-skýrsluna síðar.