146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

viðvera ráðherra við umræður um fjármálaáætlun.

[11:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Ég vildi taka undir með kollegum mínum. Það er stórfurðulegt að við séum að ræða fjármálaáætlun til næstu fimm ára og ráðherra taki ekki almennilega þátt í samræðunum, sérstaklega fyrir mig sem sit í velferðarnefnd, að heilbrigðisráðherra sé ekki til staðar. Það hefði verið ótrúlega hjálplegt og gott fyrir ferlið allt að geta komið upp og spurt hann út úr og fengið að heyra hvernig hann hugsar þetta, sérstaklega þar sem hefur verið gríðarlega mikil gagnrýni á hans hluta fjármálaáætlunar. Þetta eru síðustu metrar þingsins og skrýtið að hann skuli ekki vera hérna.