146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

viðvera ráðherra við umræður um fjármálaáætlun.

[11:28]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Eins og þingmenn hafa tekið eftir hef ég fylgst með hinum athyglisverðu umræðum um fjármálaáætlunina. Þar hafa verið fluttar margar góðar ræður og engar slæmar. Þessi þingdagur í dag var hins vegar bara ákveðinn á miðvikudaginn var. Ég vildi upplýsa þingheim um að mér tókst ekki að breyta ákveðnum fundum sem ég þarf að fara á utan þingsalar og bið þingmenn að virða mér það til betri vegar að ég mun ekki getað verið við alla umræðuna í dag. En ég mun vera eins lengi og ég mögulega get því að mér finnst þetta áhugaverð umræða. Og eins og margir ágætir þingmenn hafa bent á er mikið gagn í að hlusta á það sem þingmenn hafa fram að færa.