146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:04]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þetta er athyglisvert en kannski í takt við ýmislegt annað sem maður hefur heyrt til hv. stjórnarliða. Það á ekki endilega að setja fjármuni í verkefnin heldur einmitt að gera stofnunum að sækja fjármunina sjálfar eitthvert. Mér dettur í hug skógrækt þar sem hv. ríkisstjórn ætlar ekki endilega að setja í fjármuni heldur á að treysta á einkaaðila til að koma að því.

Hv. þingmaður kom inn á orkuskipti í máli sínu. Mér finnst athyglisvert, ef ég tók rétt eftir, að umhverfisráðherra hefði komið og talað um þau mál einn gesta á fundi hv. atvinnuveganefndar. Þetta er mál sem er á sviði hæstv. iðnaðarráðherra. Ég hef sem fulltrúi í hv. umhverfis- og samgöngunefnd mikið leitað að þeim fjármunum í fjármálaáætlun sem þurfa að fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu eigi að fara eftir áætlun um orkuskipti. Það er augljóst mál að fara þarf í mikla línuuppbyggingu, (Forseti hringir.) það þarf að tryggja raforku víða um land, taka kerfið í gegn. Deilir hv. þingmaður því með mér að finna ekki stað þeim fjármunum?