146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:08]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er einmitt það sem ég hef haft gríðarlegar áhyggjur af. Með nýju frumvarpi um LÍN tókst þó að hnykkja á því að fólk gæti enn þá sótt sér nám erlendis. Það er gott. Ekki ætlum við að einangra okkur hérna á Íslandi með okkar þekkingu og hvísla henni í hringi þangað til við erum orðnir frumbyggjar. En varðandi þetta. Þetta er ekkert bara þarna. Þetta er líka í Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun. Það er verið að fækka starfsmönnum, fólk er á starfslokasamningum og þess háttar. Það er ekki verið að ráða nýtt og ferskt fólk þar inn. Ekki er verið að fjármagna rannsóknirnar, fjármagna þekkingu á Íslandi. Það er gegnumgangandi. Reyndar er í fasískum þjóðfélögum rosagott að þekkingin sé ekki til staðar því að þá eru svo fáir sem geta staðið í byltingum og þess háttar.