146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:10]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Jú, ég deili þessum áhyggjum. Það er einmitt það sem hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, talar um, að hún vilji byggja upp hér á landi þekkingarlandbúnað, það skilur reyndar enginn það hugtak nema hún sjálf, held ég. En hvað varðar þetta, rannsóknir í kringum landið og loftslagsbreytingar: Við horfum fram á að við erum með kaldan sjó fyrir norðan okkur og sýrustigið þar fer hækkandi. Það er auðveldara að sýra kaldari sjó. Þegar það nær krítískum punkti hætta skeldýr að mynda skel og stofnanir í kringum landið hrynja. En ekki er króna inni í Hafró til að rannsaka þetta. En því verður örugglega forgangsraðað innan ramma eins og öllu í þessari áætlun.