146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:21]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það skiptir auðvitað máli að stofnanir í samfélaginu hafi að einhverju að búa þó svo að auðvitað sé við því að búast að þegar ný ríkisstjórn tekur við sjáist pólitískar breytingar. En það þarf að huga að þessu, allt kerfið þarf að rúlla áfram og fyrirsjáanleikinn þarf að vera einhver.

Hv. þingmaður kom í ræðu sinni talsvert inn á innviðina og lagði þar megináherslu á samgöngumálin og menntamál. Tímans vegna er kannski ekki hægt að fara yfir fleira. En mig langar aðeins að fá sýn hv. þingmanns á heilbrigðismálin og það sem hér hefur talsvert verið rætt um, að þar vanti fjármagn til rekstrar, mig langar að fá sýn landsbyggðarþingmannsins á það. Sem og þá tillögu sem lögð er fram í áliti meiri hlutans um að setja stjórn yfir Landspítalann.