146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:22]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Heilbrigðismálin eru vissulega það sem við höfum öll í rauninni orðið sammála um að setja í forgang. Það er hins vegar þannig að ég hef ekki sett mig í smáatriðum inn í þau. Af umræðunni að dæma og þeim nefndarálitum sem ég hef farið yfir finnst mér blasa við að fjármagn vanti til rekstrar. En það vantar auðvitað líka að forgangsraða innan heilbrigðismálanna eins og oft er rætt um, að heilsugæslan njóti sannarlega forgangs, það sé þannig gefið að hún verði fyrsti viðkomustaðurinn. Og kannski af því að ég talaði mikið um samgöngumálin: Samgöngumálin eru risastórt heilbrigðismál (Forseti hringir.) á landsbyggðinni.