146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:36]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta samtal. Í stuttu máli finnst mér vanta betri ramma utan um samtal þeirra sem sjá um að dreifa raforkunni og þeirra sem nota landið í öðrum tilgangi, og síðan auðvitað bara á milli almennra náttúruverndarsjónarmiða.

Hvernig hið opinbera geti komið til móts við ferðaþjónustuna á landsbyggðinni: Það eru náttúrlega ýmsar leiðir sem mér hafa þótt áhugaverðar eins og t.d. að greiða fyrir því að flug komi inn á millilandaflugvelli eins og á Akureyri og Egilsstöðum með afslætti af lendingargjöldum eða þjónustugjöldum sem þar eru. (Forseti hringir.) Það eru ýmsar leiðir sem hafa verið í umræðunni. Tíminn er búinn.