146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:05]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Já, áætlun hljómar vel og tek ég undir það.

Annað mál tengt landsbyggðinni er móttaka ferðamanna úti á landi. Nú er álagið orðið mikið á Suður- og Vesturlandi, Gullni hringurinn og allt það, og um hugmyndir um ferðamannaþjónustu á Norður- og Austurlandi hefur verið talað lengi en lítið skeð. Þá spyr ég þingmanninn: Hvernig gæti hið opinbera komið til móts við uppbyggingu ferðamannaþjónustu úti á landi?