146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

varamenn taka þingsæti.

[10:33]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá 7. þm. Norðaust., Einari Brynjólfssyni, og 3. þm. Norðaust., Steingrími J. Sigfússyni, um að þeir geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti fyrir þá 1. varamaður á lista Pírata í Norðausturkjördæmi, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, og 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Óli Halldórsson.

Kjörbréf þeirra hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, 7. þm. Norðaust., og Óli Halldórsson, 3. þm. Norðaust., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]