146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

byggðaáætlun.

131. mál
[10:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þegar ég lít á byggðaáætlun og samgönguáætlun og fleiri slíkar áætlanir sem við meðhöndlum á þingi leita ég alltaf að því hvort niðurstaðan verði sjálfbær byggð. Ég hefði áhuga á að heyra skoðanir ráðherra á því hvernig byggðaáætlun vinni að því að þær áætlanir og þau plön sem lögð eru fram leiði til þess að við höfum sjálfbæra byggð á Íslandi.