146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttisstofu.

545. mál
[12:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þegar ég las í gegnum úrskurðinn fannst mér eitt atriði mjög áhugavert; ein af spurningunum til umsækjenda varðaði þekkingu þeirra á lögum um opinber fjármál, og það í rauninni áður en lögin komu til framkvæmda sem slík. Miðað við reynslu okkar á núverandi rennsli tel ég að sú spurning hafi verið einstaklega óviðeigandi með tilliti til þess umsækjanda sem fékk hærra skor, því að það er augljóst að það hefur enginn þekkingu á lögum um opinber fjármál, við erum öll að læra um þau hér í fyrsta skipti. Sú spurning var því að mínu mati óviðeigandi í þeim spurningapakka.

Niðurstaðan sem við erum að glíma við hérna er að eftir að báðir umsækjendur voru úrskurðaðir jafn hæfir var tekin geðþóttaákvörðun út frá óskjalaðri, ómælanlegri framsetningu, þ.e. við vitum ekki hvaða spurningar ráðherra spurði umsækjendur að og af hverju það var engin rökstudd ástæða, (Forseti hringir.) af hverju hann komst að þeirri niðurstöðu, nema bara út frá persónulegri skoðun. (Forseti hringir.) Það er ekki í anda góðrar stjórnsýslu.