146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

um fundarstjórn.

[12:56]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Til mín hefur verið leitað og mér bent á að hv. þingmönnum Pírata hafi ekki gefist tími til þess að greina ræðu mína í umræðum hér áðan. Því vil ég árétta ummæli mín en ég sagði:

Stefnt er að því að flýta vinnu fjármálaáætlunar samkvæmt lögum um opinber fjármál fyrir næsta vor.

Það er mér bæði ljúft og skylt að lýsa því yfir að ég mun í þessum störfum mínum eins og öllum öðrum störfum kappkosta að fara að lögum, bæði lögum um opinber fjármál og um önnur mál. Ég vona að það skýri þetta mál.